HRADI.IS

Við sjáum um vefsíðuna, tölvupóstinn og allt hitt til að þú getir einbeitt þér að því sem þú gerir best!

Gagnagrunnar

Gögn drífa nútímaheiminn áfram en þau eru oft á sitthvorum staðnum eða ekki aðgengileg.  Við bjóðum einfaldar og þægilegar lausnir sem eru sérsniðnar að þínu umhverfi.

Netvarnir

Allt sem við gerum er hannað með öryggi í huga.     Við sjáum um öryggis svo þú getir gert það sem þú gerir best.

Kerfishönnun

Við sérsníðum lausnir að þínum þörfum og seljum þér ekki eitthvað sem þú þarft ekki eða lausnir sem læsa gögnin þín inni. Við trúum á opnar og einfaldar lausnir.

Okkar sýn er einstök

Minnkum flækjustig og látum tölvurnar vinna fyrir okkur

Við trúum á að fyrirtæki eigi aldrei að vera læst inni í hugbúnaðarleyfum eða flóknum lausnum sem eru í eigu einhvers annars.  Öll kerfi eiga að vera einföld og í eigu okkar kúnna. Við sjáum um að þjónusta þessi kerfi og leiðum innleiðngu og stefnumótum í upplýsingatækni fyrir lítil fyrirtæki.  Við tökum ekki að okkur verkefni fyrir fyrirtæki með fleiri en 30 starfsmenn því við viljum vera til staðar og þekkja okkar kúnna betur en aðrir

Traust tækni og æfð viðbrögð

Þó okkar þjónustusýn sé frábrugðin öðrum á markaðnum þá treystum við samt sem áður á þekkta og þaulprófaða tækni og miðum öll viðbrögð við viðurkenndar aðferðir í öryggismálum.

Við bjóðum

Opnar lausnir

Við erum ekki með samninga við stórfyrirtæki og reynum aldrei að ýta fyrirfram ákveðnum lausnum að okkar kúnnum til þess að auka okkar hagnað.  Við miðum allar lausnir við hvern kúnna og finnum lausnina sem hentar þér

Öryggislausnir

Við notum þekktar og viðurkenndar lausnir þegar kemur að öryggi 

Skýjaþjónustur

Við bjóðum upp á endursölu á skýjaþjónustu frá bæði Microsoft og Google en bjóðum líka upp á sérsmíðuð viðmót.

Gagnagrunnar

Við smíðum gagnagrunna og framenda eftir þínum þörfum.  Í okkar kerfum leggjum við áherlsu á að allir eigi auðvelt með að nota þau.  

Kerfishönnun

Gagnagrunnar sem tala þínu máli

Lítil sem smá fyrirtæki í dag treysta mikið á gögn.  Vandamálið er að gögnin eru oft óaðgengileg og á sitthvorum staðnum.  Við smíðum lausnir sem draga gögnin saman og koma þeim í viðmót sem allir geta notað.

Við bjóðum líka upp á ráðgefandi þjónustu er varðar tölvu og kerfismál heildstætt.  Við höfum áralanga reynslu í því að smíða heildstæð kerfi sem virka, eru eins ódýr og kostur er og höldum öllu flækjustigi í lágmarki.

Sérhönnuð kerfi utan um þín gögn

Þín gögn, þínir starfsmenn og þín reynsla er einstök.  Við smíðum kerfi sem heldur utan um þín gögn og vinnur samkvæmt þínum ferlum.  Við vinnum aðeins fyrir lítil fyrirtæki þar sem við viljum þekkja okkar kúnna sem allra best.  Þjónusta hjá öðrum hýsingaraðilum er oft sniðin að því að lokka til sín stóra kúnna og minni fyrirtæki hafa því oft ekki verið þjónustuð á þann hátt sem þau þurfa.

Ráðgjöf & Reynsla fyrir þig

Við höfum áralanga reynslu í því að leita leiða til þess að lágmarka kostnað og flækjustig.  Við setjum alla okkar áherslu á að tölvukerfið þitt sé einfalt, þannig sparar þú pening.  Við sjáum svo til þess að þú hafir alltaf frelsi til þess að færa þig í annað umhverfi eða viðmót og aðstoðum þig alla leið

Hafðu samband

768 4225

I

hjalp@hradi.is

Bókaðu fund

Við ræðum málin og finnum fljótt út hvort við getum ekki orðið þér að liði